West Ham 0-2 Everton
0-1 Kurt Zouma(5′)
0-2 Bernard(33′)
Gylfi Þór Sigurðsson lék með liði Everton í dag sem mæti West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Everton spilaði glimrandi leik á London Stadium og vann að lokum sannfærandi 2-0 sigur.
Gylfi komst ekki á blað í leiknum en hann lagði þó upp fyrra mark liðsins á Kurt Zouma.
Brassinn Bernard skoraði annað mark Everton í sigrinum sem lyftir liðinu upp í 9. sæti deildarinnar.