Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hefur valið fimm bestu leikmenn Evrópu um þessar mundir.
Messi ræddi við spænska blaðið Marca í gær og var þar spurður út í hvaða leikmenn væru á toppnum þessa stundina.
Messi ákvað þó að skilja sig og Cristiano Ronaldo fyrir utan listann en þeir tveir hafa lengi verið taldir bestu leikmenn heims.
Kylian Mbappe hjá PSG, Eden Hazard hjá Chelsea, Luis Suarez hjá Barcelona, Sergio Aguero hjá Manchester City og Neymar hjá PSG fá pláss á lista Messi.
,,Fyrir utan mig og Ronaldo þá eru bestu leikmenn heims, Mbappe, Hazard, Suarez, Aguero og Neymar,“ sagði Messi.
Aðeins tveir af þeim eru liðsfélagar Messi í dag en Suarez spilar með honum hjá Barcelona og Aguero í argentínska landsliðinu.