Gerard Pique, varnarmaður Barcelona fékk furðulega spurningu í sjónvarpsþætti á Spáni sem hann kom fram í.
Pique er 32 ára gamall en hann hefur lengi verið í sambandi með söngkonunni, Shakira.
Pique er yfirleitt ansi góður að koma fyrir sig orði og það gerði hann svo sannarlega í þættinum. Áhorfendur í sal fengu að spyrja hann og ein spurningin snerist um kynlíf.
Pique var spurður út í það hversu oft hann hefði stundað kynlíf síðasta mánuðinn. ,,Telja skiptin á Bernabeu með?,“ svaraði Pique og átti þar við tvo góða sigri Börsunga gegn erkifjendum sínum, í Real Madrid.
Þannig tókst honum að skauta framhjá spurningunni en eins og sagt er, mjaðmirnar ljúga ekki.