Því miður þarf knattspyrnufólk, líkt og annað fólk að þola fordóma enn þann í dag. Þrátt fyrir að allir séu vel upplýstir, eru fífl sem skemma hlutina.
Þannig hefur það aukist ef eitthvað er að dökkir knattspyrnumenn, þurfi að þola kynþáttafordóma í vinnu sinni.
Í Svartfjallalandi í vikunni máttu dökkir landsliðsmenn Englands þola mikið, köllin úr stúkunni voru reglulega.
,,Við verðum að stöðva leikinn bara, við verðum að koma því til skila að þetta er ekki í boði,“ sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool um vandamálið.
,,Þetta hefur komið upp á síðustu vikum, ekki bara kynþáttaníð, heldur einnig fólk að hlaupa inn á völlinn. Þetta er ekki gaman, við verðum að stöðva þetta.“
Klopp segir að hann myndi taka alla sína leikmenn af velli ef þetta myndi heyrast augljóslega.
,,Það er auðvitað erfitt fyrir mig að heyra svona á vellinum, ef þetta eru bara tveir eða þrír einstaklingar.“
,,Ef öll stúkan væri með svona fordóma, þá tæki ég liðið 100 prósent af velli. Við verðum að finna lausn til að refsa þessum fíflum, losna við þá úr leiknum.“