Adam Johnson, hefur verið sleppt úr fangelsi eftir þriggja ára veru þar. En þessi fyrrum enski landsliðsmaður sat inn fyrir kynferðsilega áreitni á ungri stúlki.
Johnson lék þá með Sunderland en hann hafði fengið unga stúlku með sér á rúntinn þar sem hann káfaði á henni.
Johnson var sleppt úr fangelsi snemma í síðustu viku eftir þriggja ára veru þar. Hann verður undir eftirlit og má ekki vera einn með fjögurra ára dóttur sinni.
Johnson keypti nýtt hús á dögunum fyrir rúmlega 300 milljónir. Gordon Strachan, sem er án starfs þessa stundina myndi vilja gefa Johnson annað tækifæri í leiknum.
,,Ég myndi gefa honum tækifæri, ef hann iðrast. Ég myndi vilja gera það,“ sagði Strachan.
,,Ég myndi gera það, ég trúi því að allir eigi skilið annað tækifæri. Hann hefur setið af sér sinn dóm.“
,,Fólk talar um að hann hafi bara setið inni í þrjú ár, en svona fylgir þér alla tíð.“