Það er möguleiki að Lionel Messi snúi aftur til Argentínu til að spila fyrir uppeldisfélag sitt einn daginn.
Messi er 31 árs gamall í dag en hann hefur lengi gert garðinn frægan með stórliði Barcelona á Spáni.
Hann ólst upp hjá Newell’s Old Boys í Argentínu og gæti snúið aftur þangað í framtíðinni.
,,Ég myndi elska að ná að gera það en það yrði ekki auðvelt því ég þyrfti að snúa aftur til Argentínu,“ sagði Messi.
,,Ég verð að hugsa um börnin og Thiago er að verða stór strákur, hann tekur ákvarðanirnar með okkur.“
,,Auðvitað vil ég spila fyrir Newell’s en ég hef ekki hugmynd um hvað mun eiga sér stað.„