Jurgen Klopp, stjóri Liverpool viðurkennir það að hann hafi gert stór mistök þegar hann varð spenntur fyrir endurkomu Alex Oxlade Chamberlain.
Chamberlain er að koma til baka eftir árs fjarveru, hann meiddist illa. Það er hins vegar eitthvað í það að Chamberlain, geti spilað.
Klopp var orðinn spenntur að nota Chamberlain en endurkoma hans hefur ekki gengið eins hratt eins og stjórinn vonaði.
Hann ætlar ekki að gera sömu mistök, nú þegar Joe Gomez er að snúa aftur.
,,Joe Gomez byrjaði að æfa í gær, eftr 15 vikur í burtu. Hann er að venjast þessu aftur,“ sagði Klopp.
,,Ein stærstu mistökin mín voru að verða spenntur fyrir endurkomu Chamberlain, núna höfum við sett hann aðeins í skuggann aftur.“