Barcelona á Spáni reyndi að fá fyrrum framherja Watford, Odion Ighalo á láni frá Chanchun Yatai í Kína.
Þetta hefur leikmaðurinn sjálfur staðfest en spænska stórliðið reyndi að fá hann á lánssamningi.
Það var Ighalo sjálfur sem hafnaði Barcelona en hann telur sig hafa átt betur skilið en stuttan lánssamning.
,,Umboðsmaður minn talaði um áhuga frá Barcelona að fá mig í láni,“ sagði Ighalo við blaðamenn.
,,Félagið vildi fá framherja með reynslu úr deildinni og einhvern sem hafði skilning á spænskum fótbolta.“
,,Þetta átti að vera sex mánaða samningur og ég yrði varamaður. Það var skemmtilegt að heyra af áhuga Barcelona og hvaða knattspyrnumaður sem er myndi glaður taka tilboðinu.“
,,Með fullri virðingu þá hafði ég þó klárað tímabilið sem markakóngur Kína með 21 mark. Ég átti skilið betur og vildi ekki fara þangað í svo stuttan tíma. Við höfnuðum því boðinu.“