Burnley, í ensku úrvalsdeildinni hagnaðir um 36,6 milljónir punda á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Félagið hagnaðist um 22,2 milljónir punda tímabilið á undan. Um er að ræða methagnað hjá félaginu.
Jóhann Berg Guðmundsson er ein af stjörnum liðsins en hann er á sínu þriðja tímabili í herbúðum félagsins.
Stærsta ástæðan fyrir hagnaði Burnley er sölur félagsins á Michael Keane til Everton og Andre Gray til Watford. Þá endaði félagið í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Launakostnaður Burnley á síðustu leiktíð var 20 milljónum pundum hærri en tímabilið á undan, bónusar leikmanna voru hækkaðir hressilega.