Aron Jóhannsson, framherji Werder Bremen mun í fyrsta sinn um langt skeið vera í leikmannahópi félagisns á morgun.
Aron verður í leikmannahópi Bremen er liðið tekur á móti Mainz, í þýsku úrvalsdeildinni.
Aron var síðast í leikmannahópi Bremen fyrir 343 dögum, hann hefur gengið í gegnum dimman dal. Framherjinn knái hefur verið mikið meiddur.
Framtíð Arons hjá Bremen er í óvissu en samningur hans við félagið, er á enda í sumar.
Aron er fæddur árið 1990 en framherjinn gæti komið við sögu á morgun.
⚠️ @aronjo20 will return to the #Werder squad for the first time in 343 days tomorrow! ?#SVWM05 pic.twitter.com/pe9d3H4ijw
— SV Werder Bremen EN (@werderbremen_en) March 29, 2019