fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

,,Get ekki beðið eftir Krakkafréttum í kvöld til þess að skilja hvað er í gangi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. mars 2019 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom flatt upp á marga af heyra af því í morgun að starfsemi WOW air hefði verið stöðvuð. Í gær leit það þannig út að fjárhagsleg endurskipulagning WOW væri á lokametrunum.

Það sem felldi WOW air var 300 milljóna króna skuld við Air Lease Corporation (ALC), stærsta leigusala WOW air. sem greiðast átti fyrir miðnætti í gær, samkvæmt heimildum Markaðarins. Því voru sjö vélar WOW kyrrsettar, með augljósum afleiðingum.

Greint hafði verið frá því að meirihluti skuldabréfaeigenda og annarra kröfuhafa hafi samþykkt að breyta skuldum sínum í hlutafé og þá var fullyrt að tilraun til að fá inn um fimm milljarða króna í nýtt hlutafé væri á lokametrunum. Heimildir herma að ákveðin bjartsýni hafi ríkt hjá starfsfólki eftir tíðindi gærdagsins.

Ekki eru allir sem átta sig á því hvert nákvmælega ástandið er og aðrir átta sig ekki á því hvaða afleðingar þetta mun hafa.

Gísli Eyjólfsson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá Mjallby í Svíþjóð ætlar að bíða eftir Krakkafréttum á RÚV til að fá botn í málið.

,,Get ekki beðið eftir Krakkafréttum í kvöld til þess að skilja hvað er í gangi,“ sagði Gísli á Twitter en hann og fleiri munu átta sig betur á málum, þegar málið er útskýrt á krakkamáli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Í gær

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Í gær

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni