fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

AIK að stela Kolbeini

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. mars 2019 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður, var í gær sagður í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Djurgarden. Fótbolti.net sagði frá þessu í gær en Kolbeinn er án félags eftir að hafa yfirgefið lið Nantes í Frakklandi.

Nú segja sænskir miðlar hins vegar að Kolbeinn sé að ganga í raðir AIK, sem varð sænskur meistari á síðustu leiktíð. Sagt er að Kolbeinn skrifi undir á næstu 24 klukkustundum.

Kolbeinn hefur lítið spilað undanfarna mánuði en hann var í kuldanum hjá Nantes og fékk engar mínútur. Hann rifti samningi sínum þar á dögunum.

Kolbeinn er 29 ára gamall en sænska úrvalsdeildin er að hefjast á ný og er spilað um næstu helgi.

Fréttirnar virtust hins vegar koma Djurgarden á óvart. ,,Ég get ekkert sagt, þetta eru nýjar fréttir í mínum bókum,“ sagði Bosse Andersson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgarden en nú er ljóst að Kolbeinn gengur í raðir AIK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Í gær

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Í gær

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni