fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Skemmtilegustu leikir ársins í undankeppni EM: Tvær ótrúlegar endurkomur – Lars mætti löndum sínum

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á algjöra veislu í undankeppni EM í kvöld en þónokkrir leikir fóru fram.

Helst bera að nefna grannaslag Noregs og Svíþjóðar þar sem Lars Lagerback mætti sínum löndum í Svíþjóð.

Það var boðið upp á stórskemmtilegan leik á Ulleval vellinum sem lauk með 3-3 jafntefli.

Noregur var með 2-0 forystu þar til á 70. mínútu er Svíar tók við sér og skoruðu þrjú mörk á 20 mínútum og það síðasta í uppbótartíma.

Útlit fyrir að mögnuð endurkoma Svía tæki fyrirsagnirnar en á 96. mínútu skoraði Ola Kamara með síðustu spyrnu leiksins fyrir Noreg eftir hornspyrnu og lokastaðan 3-3!

Það var einnig boðið upp á fáránlega góðan leik í Sviss þar sem heimamenn tóku á móti Danmörku.

Sviss virtist ætla að vinna öruggan sigur en staðan var 3-0 fyrir liðinu er sex mínútur voru eftir.

Danir minnkuðu muninn á 84. mínútu í 3-1 og svo fjórum mínútum seinna var staðan orðin 3-2.

Henrik Dalsgaard skoraði svo jöfnunarmark Dana á 93. mínútu leiksins og náði liðið í ótrúlegt 3-3 jafntefli.

Fleiri leikir voru á dagskrá og má sjá úrslit og markaskorara hér fyrir neðan.

Noregur 3-3 Svíþjóð
1-0 Bjorn Johnsen(41’)
2-0 Joshua King(59’)
2-1 Viktor Claesson(70’)
2-2 Havard Nordtveit(sjálfsmark, 86’)
2-3 Robin Quaison(91’)
3-3 Ola Kamara(96’)

Sviss 3-3 Danmörk
1-0 Remo Freuler(19’)
2-0 Granit Xhaka(66’)
3-0 Breel Embolo(76’)
3-1 Mathias Jorgensen(84’)
3-2 Christian Gytkjaer(88’)
3-3 Henrik Dalsgaard(93’)

Ítalía 6-0 Lichtenstein
1-0 Stefano Sensi(17’)
2-0 Marco Verratti(32’)
3-0 Fabio Quagliarella(víti, 35’)
4-0 Fabio Quagliarella(víti, 45’)
5-0 Moise Kean(69’)
6-0 Leonardo Pavoletti(76’)

Malta 0-2 Spánn
0-1 Alvaro Morata(31’)
0-2 Alvaro Morata(73’)

Rúmenía 4-1 Færeyjar
1-0 Ciprian Deac(26’)
2-0 Claudiu Keseru(29’)
3-0 Claudiu Keseru(33’)
3-1 Viljornur Davidsen(víti, 40’)
4-1 George Puscas(63’)

Írland 1-0 Georgía
1-0 Conor Hourihane(36’)

Bosnía 2-2 Grikkland
1-0 Edin Visca(10’)
2-0 Miralem Pjanic(15’)
2-1 Konstantinos Fortounis(víti, 64’)
2-2 Dimitrios Kolovos(85’)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota