fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool handtekinn fyrir að ráðast á eldri konu: ,,Veistu ekki hver ég er?“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Welsh, fyrrum leikmaður Liverpool á Englandi, var handtekinn á síðasta ári en the Liverpool Echo greinir frá í kvöld.

Welsh er 35 ára gamall í dag en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Preston frá 2012 til 2018 og var á meðal fyrirliði liðsins.

Hann er uppalinn hjá Liverpool og lék fjóra deildarleiki fyrir félagið frá 2001 til 2006 áður en hann samdi við Hull.

Welsh fór út á lífið í Liverpool með bræðrum sínum í mars á síðasta ári og réðst þar á eldri konu sem beið eftir leigubíl ásamt eiginmanni sínum.

Welsh er þriggja barna faðir en atvikið átti sér stað klukkan fjögur um nótt er hann var undir áhrifum áfengis.

,,Passaðu hvar þú labbar feita belja,” sagði Welsh við konuna sem starfar sem ökukennari. Hún ku ekki hafa ögrað Welsh á neinn hátt.

,,Ég má gera það sem ég vil andskotinn hafi það. Veistu ekki hver ég er?” bætti Welsh við áður en hann hótaði að finna út hvar hjónin ættu heima.

Eiginmaður konunnar blandaði sér svo í málið og brutust út slagsmál sem endaði með því að Welsh sparkaði í konuna sem féll til jarðar.

Hún hringdi í lögregluna um leið og var Welsh handtekinn á staðnum. Hann var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota