fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Upplifði martröð undir stjórn Gerrard sem gaf honum engin svör: ,,Þetta var svo niðurlægjandi“

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Umar Sadiq talar ekki vel um lið Rangers í Skotlandi og stjóra liðsins, Steven Gerrard.

Sadiq kom til Rangers á láni frá Roma síðasta sumar en spilaði aðeins fjóra leiki áður en hann var sendur aftur til baka í desember.

Gerrard hafði ekki mikinn áhuga á að nota Sadiq og var komið illa fram við hann í þessa nokkra mánuði.

,,Þegar ég kom þangað þá fékk ég engan tíma til að aðlagast áður en þeir fengu inn annan framherja, Kyle Lafferty,“ sagði Sadiq.

,,Þá byrjuðu vandamálin og áður en ég vissi af þá var ég að upplifa alvöru martröð hjá félaginu.“

,,Mér var sagt að ég gæti ekki notað búningsklefa aðalliðsins. Ég átti að skipta um föt með krökkunum.“

,,Svo nokkrum dögum eftir það þá var mér bannað að nota bílastæðið á æfingasvæðinu.“

,,Þetta var svo niðurlægjandi og ég spurði ítrekað hvað væri í gangi. Ég fékk engin svör til baka.“

,,Gerrard vildi ekki gefa mér nein svör. Ég fékk ekki alvöru tækifæri til að sanna mig. Það var eins og þeir þekktu mig ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð
433Sport
Í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Í gær

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool