fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Byrjunarlið Íslands í París: Albert byrjar en Alfreð á bekknum – 5-3-2 kerfið notað

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. mars 2019 18:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá París:

Íslenska landsliðið, heimsækir Frakkland í undankeppni EM 2020 í París í kvöld. Bæði lið eru með þrjú stig, eftir fyrstu umferð í keppninni. Ísland vann sigur á Andorra en Frakkar fóru létt með Moldavíu.

Frakkar urðu Heimsmeistarar síðasta sumar, það er því ljóst að leikurinn er verðugt verkefni fyrir lærisveina Erik Hamren. Ekki voru tíðindin í gær heldur góð, þegar ljóst var að Jóhann Berg Guðmundsson yrði ekki með, sökum meiðsla.

Albert Guðmundsson byrjar í framlínu Íslands en Alfreð Finnbogason er aðeins klár í rúman hálftíma, hann er að stíga upp úr meiðslum.

Þá fer Erik Hamren í 3-5-2 kerfið. Þannig koma Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon inn í varnarlínuna. Rúnar Már Sigurjónsson kemur svo inn á miðsvæðið.

Arnór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Ari Freyr Skúlason fara úr byrjunarliðinu frá sigrinum, gegn Andorra.

Hamren hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon

Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason
Rúnar Már Sigurjónsson

Gylfi Þór Sigurðsson
Albert Guðmundsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð
433Sport
Í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Í gær

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool