fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Lars Lagerback saknar íslenskra fjölmiðla: ,,Ísland er einstakt“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 24. mars 2019 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Lagerback, þjálfari Noregs og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands virðist sakna þess að vinna í kringum íslenska fjölmiðla. Lagerback átti í góðu sambandi við íslenska fjölmiðla, en í Noregi fær hann öðruvísi meðhöndlun.

Hjólað var í Lagerback og nokkra leikmenn hans eftir 2-1 tap gegn Spáni í undankeppni EM í gær.

,,Ég var að hugsa um að ræða fótbolta, ef þið hefðuð áhuga á því,“ sagði Lagerback við norska fjölmiðla í dag, þegar hann ræddi við þá..

Lagerback er ósáttur með umfjöllun um liðið en liðið tapaði 2-1 gegn Spáni í gær og var Lagerback gagnrýndur fyrir skiptingar í leiknum.

,,Ég skoða yfirleitt ekki miðlana ykkar en ég varð að gera það í gær, eftir þær spurningar sem ég fékk.“

,,Starf mitt er að vinna leiki og búa til lið, ég hef virðingu fyrir ykkar starfi. Ég skoðaði viðbrögðin eftir leikinn í gær.“

,,Það er mitt starf að sjá til þess að leikmenn hlusti ekki á gagnrýni, sem á ekki rétt á sér. Eftir að hafa skoðað leikinn aftur er algjörlega galið að Håvard Nordtveit hafi fengið þessa útreið.“

Lagerback segir að fjölmiðlar á Íslandi vilji ræða um fótbolta en séu ekki að leita eftir því að taka menn af lífi, án þess að innistæða sé fyrir því. Lagerback var landsliðsþjálfari Íslands frá 2011 til 2016, og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót.

,,Þetta er ekkert öðruvísi hérna, en miðað við Ísland, er þetta öðruvísi. Það var sérstakt, Ísland er einstakt. Ég hef upplifað það sama með fjölmiðla í Svíþjóð og Nígeríu, það var mikið skrifað. Á Íslandi vinna blaðamenn eins og þeir voru þegar ég var ungur maður, þeir hafa áhuga á fótboltanum og reyna að skilja hugmyndafræði liðsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
433Sport
Í gær

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá