fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Landsliðið snæðir í Barcelona áður en flugið er tekið til Parísar

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 23. mars 2019 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Barcelona:

Íslenska karlalandsliðið vann sterkan sigur í undankeppni EM í gær er liðið mætti Andorra.

Leikur gærkvöldsins fór fram á heimavelli Andorra og höfðu strákarnir betur með tveimur mörkum gegn engu.

Um var að ræða fyrsta leik strákanna í undankeppninni og var gríðarlega mikilvægt að taka þrjú stig.

Ísland komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Birki Bjarnasyni en hann skoraði þá eftir hornspyrnu.

Staðan var 1-0 þar til í síðari hálfleik er Viðar Örn Kjartansson bætti við öðru marki en hann hafði komið inná sem varamaður. Lokastaðan 2-0 fyrir strákunum sem er gott veganesti fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands eftir þrjá daga.

Íslenska liðið æfði í Andorra í morgun og síðan heldur liðið til Barcelona, þar mun mannskapurinn snæða saman áður en flugið er tekið til Parísar.

Liðið æfir á Stade de France í París á morgun og síðan er leikur við heimamenn á mánudagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Siggi Raggi mættur í áhugavert starf í Færeyjum

Siggi Raggi mættur í áhugavert starf í Færeyjum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Í gær

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar