,,Okkar markmið er að skora og fá góð úrslit,“ sagi Ildefons Lima, fyrirliði Andorra fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun, í undankeppni EM. Lima er afar reyndur leikmaður, hann er 39 ára gamall. Er varnarmaður en er leikjahæsti og markahæsti leikmaður liðsins.
Lima veit að það verður erfitt að vinna Ísland en er bjartsýnn með sín markmið.
,,Ísland er líkamlega sterkt og spila kröfutan fótbolta, þeir hafa fengið góð úrslit. Sérstaklega fyrir litla þjóð eins og Ísland.“
Andorra eru fastir fyrir en liðið hefur verið að ná í góð úrslit á heimavelli.
,,Við erum lið og kunnum vel við þaðað vera saman, við söknuðum þess að vera ekki saman í heila viku. Þetta er ekki afsökun. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir, þú sérð ekki Messi en við munum verjast vel.“
Lima lék við Ísland árið 1999 eða fyrir tuttugu árum síðan. Þá vann Ísland 3-0 sigur og Gylfi Þór Sigurðsson, var 10 ára gamall.
,,Ég man eftir því, fyrir tuttugu árum voru nokkrir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur orðið betra með árunum.“