fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Geðhjálp fordæmir niðurstöðu KSÍ: ,,Leikur án fordóma“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamtökin Geðhjálp hefur blandað sér í umræðuna vegna máls sem kom upp í leik Leiknis Reykjavík og Stjörnunnar á dögunum. Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, lét þá ljót ummæli falla í garð Ingólfs Sigurðssonar, leikmanns Leiknis. Þórarinn hefur beðist afsökunar á þessum ummælum og hefur aganefnd KSÍ einnig farið yfir málið. Ákveðið var að Þórarinn myndi aðeins taka út eins leiks bann og verður ekki refsað frekar fyrir ummælin.

Geðhjálp birti pistil á Facebook-síðu sína í gær þar sem samtökin gagnrýna vinnubrögð KSÍ.

,,Geðhjálp veltir því fyrir sér hvers virði kjörorð KSÍ „Knattspyrna – leikur án fordóma“ sé þegar aganefnd sambandsins sér ekki ástæðu til að beita vægustu viðurlögum við fordómafullum ummælum gagnvart fólki með geðrænan vanda.“

,,Aganefndin ákvað að Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, fengi aðeins hefðbundið eins leikja bann vegna rauðs spjalds fyrir fordómafull ummæli í garð Ingólfs Sigurðssonar, leikmanns Leiknis, þó 16. grein reglugerðar um aga- og úrskurðarmál veiti nefndinni býsna víðtækar heimildir til frekari viðurlaga.“

,,Meðal annars er sagt þar að „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota
433Sport
Í gær

Hafnar endurkomu til Arsenal

Hafnar endurkomu til Arsenal
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar – Nýju mennirnir byrja hjá Liverpool

Byrjunarliðin í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar – Nýju mennirnir byrja hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu