fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Vonar innilega að Liverpool vinni ekki deildina: ,,Nú tjá þeir sig í fyrsta sinn í 20 ár“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, vonar innilega að Liverpool fagni ekki sigri í ensku úrvalsdeildinni í maí.

Baráttan er á milli Liverpool og Manchester City en það fyrrnefnda er með tveggja stiga forskot á toppnum þessa stundina.

Ferdinand er ekki aðdáandi þessara liða en vonar þó frekar að City taki titilinn enda hefur hann orðið vitni af því áður.

,,Þetta er eins slæmt og það gerist fyrir einvhern sem styður Manchester United og hefur spilað fyrir félagið,“ sagði Ferdinand.

,,Ég er sparkspekingur í dag og verð að tala um þetta opinberlega. Svo af tvennu illu þá er betra ef Manchester City myndi vinna því ég hef upplifað það áður.“

,,Ég hef séð það sem leikmaður og aðdáandi svo ég get tekist á við það andlega.“

,,Liverpool er önnur saga. Ég heyri af stuðningsmönnum sem ég vissi ekki einu sinni að væru stuðningsmenn Liverpool og eru nú að tjá sig í fyrsta sinn í 20 ár.“

,,Það myndi særa mig mun meira ef þeir vinna deildina en besta liðið mun vinna og hver sem stendur uppi sem sigurvegari hefur gert vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi – Draumaland Arsenal og Amorim gæti fengið fólk til að brosa

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi – Draumaland Arsenal og Amorim gæti fengið fólk til að brosa
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

David Beckham tjáir sig um Ruben Amorim og framtíð United

David Beckham tjáir sig um Ruben Amorim og framtíð United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram
433Sport
Í gær

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Í gær

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð