fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Þetta er það sem Hamren ræðir mest við gullkynslóðina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Íslenska landsliðið æfði í annað sinn í Katalóníu nú í gær en leikmenn liðsins komu saman á mánudag. Undirbúningur fyrir undankeppni EM er í fullum gangi.

Liðið æfir í Peralada á Spáni í dag, liðið heldur síðan til Andorra snemma á fimmtudag, þar er leikur gegn heimamönnum á föstudag.

Erik Hamren á eftir að vinna sinn fyrsta leik í starfi sem þjálfari Íslands og er orðinn hungraður í það.

„Við unnum enga leiki. Ef við viljum komast á EM, þá þurfum við að byrja að vinna leiki. Það er alveg klárt. Við erum allir meðvitaðir um að það er það sem við þurfum að byrja að gera,“ sagði Hamren við Vísir.is.

„Það er það sem við ræðum mest við leikmennina, hvernig við ætlum að byrja að vinna leiki aftur. Hvernig við ætlum að njóta árangurs aftur.“

Ísland hefur farið á tvö stórmót í röð og Hamren er þess fullviss að gullskynlóð landsins eigi nóg eftir.

„Það er lykilatriði fyrir þetta lið. Hungur og ástand leikmanna. Við eigum enn mörg ár eftir með þessari gullkynslóð, leikmenn geta spilað í mörg ár til viðbótar ef drifkrafturinn er enn til staðar og við erum heppin með meiðsli,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“