fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Kári Árnason á RÚV: ,,Ég ætla ekki að tala af mér“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

slenska landsliðið hefur lokið æfingum á Spáni og heldur á morgun til Andorra, þar leikur liðið við heimamenn í fyrsta leik í undankeppni EM, á föstudag.

Íslenska liðið hefur æft síðustu þrjá daga í litlum smábæ, í Katalóníu. Liðið hefur dvalið á golfhóteli í Peralada.

Kári Árnason, miðvörðurinn öflugi er klár í slaginn en hann leikur með Gençlerbirliği, í Tyrklandi. Þangað fór hann síðasta sumar eftir vaska framgöngu á HM í Rússlandi.

Eftir að hafa stimplað sig inn sem lykilmaður hefur staða Kára breyst hjá félaginu, eftir að nýr þjálfari tók til starfa. Kári ætlar þó ekki að ræða ástandið og ástæður þess í þaula

,,Ég ætla ekki að tala af mér,“ sagði Kári við Hauk Harðarsson, íþróttafréttamann á RÚV.

,,Ég bjóst ekki við að þetta yrði bara auðveld bátsferð í eitt ár. Þetta hefur ekki verið það beint,“ sagði Kári sem hefur ekkert út á félagið sjálft að setja.

,,Þetta er fínasti klúbbur og aðstæður eru góðar, það gerast ýmsir hlutir sem ég get ekkert farið yfir.“

Viðtal RÚV við Kára er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“