fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Gylfi um frábæran árangur en talsverða gagnrýni: ,,Finn fyrir miklu trausti“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni

,,Við erum mjög spenntir, spenntir að byrja þessa undankeppni,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, skærasta stjarna landsliðsins við fréttamenn fyrir æfingu landsliðsins á Spáni í dag.

Gylfi og félagar hans í landsliðinu undirbúa sig fyrir leik gegn Andorra á föstudag. UM er að ræða fyrsta leik liðsins í undankeppni EM, á mánudag er svo leikur við Frakkland.

Gylfi var á skotskónum í 2-0 sigri Everton á Chelsea á sunnudag, þar með var ljóst að um besta tímabil Gylfa er að ræða þegar kemur að markaskorun.

Gylfi hefur skorað tólf mörk í ensku úrvalsdeildinni sem er hans besti árangur. Þrátt fyrir það hefur Gylfi mátt þola talsverða gagnrýni, það hefur fyrst og síðast snúist um stöðuleika liðsins.

,,Þetta er búið að vera upp og niður tímabil, við spilum vel á móti Liverpool sem dæmi og í seinni hálfleik gegn Chelsea og vinnum leikinn. Síðan erum við 2-0 yfir gegn Newcastle og tuttugu mínútur eftir af leiknum, og við töpum honum. Þetta er búið að vera upp og niður í allan vetur,“ sagði Gylfi um stöðuna hjá Everton.

,,Mjög fínt fyrir mig persónulega, líður vel og búið að ganga ágætlega.“

Gylfi hefur fengið mikið traust frá Marco Silva, stjóra Everton. Flestir leikmenn liðsins eru settir á bekkinn reglulega en það er ekki staðan með Gylfa.

,,Mér líður mjög vel með þjálfarann, finn fyrir miklu trausti frá honum. Það er mjög gott að vinna með honum, allt öðruvísi að spila allt tímabilið á miðjunni.“

Viðtalið við Gylfa er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“