fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada:

Rúnar Már Sigurjónsson er hluti af íslenska landsliðshópnum sem spilar við Andorra og Frakkland í vikunni.

Rúnar spilar með Grasshopers í Sviss þar sem erfiðlega hefur gengið á þessu tímabili.

Miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli en orðinn heill. Hann var frá í rúmlega hálft ár vegna þess.

,,Þetta hafa verið undanfarnir sex mánuðir. Aðgerð fyrst og svo meiðist ég í jólafríinu svo það er frábært að vera kominn aftur,“ sagði Rúnar.

,,Ég var bara úti að hlaupa og fékk rifu í kálfann og svo var það greint vitlaust alveg frá byrjun. Eitthvað sem tók 3-4 vikur tók níu vikur í heildina.“

,,Ég missti af mörgum leikjum í byrjun og liðið var í vondri stöðu sem gerði þetta erfiðara. Nú er maður kominn til baka og vonandi helst maður heill.“

,,Ég er í fínu standi en liðinu gengur illa og það er hundleiðinlegt hvernig hefur gengið. Það eru 11 leikir og nóg af stigum eftir, við verðum að vera bjartsýnir.“

,,Það bendir fátt til þess að við séum að fara að snúa þessu við en maður verður að vera bjartsýnn og það hafa verið framfarir í síðustu tveimur leikjum.“

Rúnar er bjartsýnn fyrir komandi verkefni og er ánægður með að fá tækifæri í hópnum.

,,Ég fékk að spila í Þjóðadeildinni og í vináttuleik gegn Frökkum þó úrslitin hafi flest ekki verið eins og við vildum.“

,,Ég stefndi alltaf á að vera klár fyrir þetta verkefni og ég er mjög ánægður með að vera hérna.“

,,Ég hef ekki spilað marga mótsleiki áður enda unnum við flesta leiki fyrir nokkrum árum síðan. Ég reyndi að gera mitt og vonandi hef ég stimplað mig ágætlega inn.“

,,Síðasta ár er búið og við þurfum ekki að pæla í því meira. Nú er ný undankeppni að byrja og stór séns á að komast á EM 2020. Við stefnum allir á það sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur knattspyrnumaður handtekinn vegna gruns um nauðgun – Var á leið úr landi

Heimsfrægur knattspyrnumaður handtekinn vegna gruns um nauðgun – Var á leið úr landi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi – Draumaland Arsenal og Amorim gæti fengið fólk til að brosa

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi – Draumaland Arsenal og Amorim gæti fengið fólk til að brosa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum
433Sport
Í gær

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Í gær

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli