fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Búið að breyta höfuðstöðvum KSÍ í grunnskóla: 200 börn verða þar vegna myglu í Fossvogsskóla

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandamál vegna myglu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið til þess að höfuðstöðvum KSÍ hefur nú verið breytt í skólastofur.

,,Það verður aldeilis líf í höfuðstöðvum KSÍ næstu vikur og mánuði. Það er búið að breyta 3. hæðinni hjá okkur í grunnskóla. Um 200 krakkar úr Fossvogsskóla eru mættir til leiks og ætla að stunda sitt nám með útsýni yfir Laugardalsvöll,“
skrifar KSÍ á Facebook síðu sinni.

Fyrst átti að færa börnin í húsnæði í Kópavogi en grunur um að mygla væri einnig þar, varð til þess að börnin fara nú í höfuðstöðvar KSÍ.

Nokkur spölur er frá Fossvogsskóla og niður í Laugardal en ætla má að sætaferðir verði fyrir börnin í og úr skóla.

Þriðja hæð KSÍ hefur að geyma fjölda rýma sem ættu að nýtast vel og gefa sambandinu einhverjar tekjur fram að sumri.

Fossvogsskóla var lokað á dögunum vegna myglu en verið er að vinna að úrbótum svo hægt sé að hefja starf þar aftur, næsta haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“