fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Bendir á mikilvægi Gylfa sem er að eiga sitt besta tímabil: ,,Gylfi er alltaf til staðar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Clarke, blaðamaður hjá The Times lofsyngur Gylfa Þór Sigurðsson, miðjumann Everton í grein sem hann birti eftir leiki helgarinnar.

Gylfi var á skotskónum í 2-0 sigri Everton á Chelsea á sunnudag, þar með var ljóst að um besta tímabil Gylfa er að ræða þegar kemur að markaskorun.

Gylfi hefur skorað tólf mörk í ensku úrvalsdeildinni sem er hans besti árangur. ,,2-0 sigur Everton var í raun lýsandi fyrir tímabilið, slök frammistaða í fyrri hálfleik en frábærir í þeim síðari. Það gleður stuðningsmennina sem spyrja sig af hverju liðið spilar ekki alltaf svona,“ sagði Clarke.

Clarke bendir á það að Marco Silva, stjóri Everton hafi verið að hræra mikið í sóknarlínu sinni en alltaf haldi Gylfi stöðu sinni, það segi ýmislegt.

,,Silva hefur breytt um kerfi og sóknarmenn til að finan bestu blönduna. Í miðjunni á öllum þessum umræðum og gagnrýni er maður sem hefur verið stöðugur og alltaf til staðar, Gylfi Þór Sigurðsson.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“