fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Hamren ræðir framtíð Kolbeins sem er án félags: ,,Kom aldrei til greina að velja hann“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Erik Hamren sem hefur upplifað erfiða tíma í starfi sem landsliðsþjálfari karla, hann ræðir hér hörmungarnar sem hann gekk í gegnum í upphafi og framhaldið.

Undankeppni EM hefst á næsta föstudag þegar Ísland mætir Andorra og Frakklandi þremur dögum síðar.

Við spurðum Hamren út í framherjann Kolbein Sigþórsson sem er án félags þessa stundina.

Hamren valdi Kolbein ekki í nýjasta landsliðshópinn en hann hefur ekkert spilað á þessu tímabili.

Kolbeinn leitar sér nú að nýju félagi en hann hefur samið um starfslok við Nantes í Frakklandi.

,,Við erum í sambandi við Kolbein. Við sjáum hvað gerist, ég veit ekki hvað gerist,“ sagði Hamren.

,,Ég óskaði þess í haust, þegar hann var í hópnum var að hann yrði tilbúinn fyrir þessa leiki. Að hann væri að spila og svo gætum við nýtt okkur hans gæði og kraft.“

,,Það gekk ekki upp svo við þurfum að sjá hvað gerist. Hann er ekki tilbúinn en vonandi verður hann klár í júní.“

,,Hann þarf að fá að spila, hann veit það og við vitum það. Það verður spennandi að sjá hvað gerist næst.“

,,Það var aldrei möguleiki á að fá hann í þennan hóp. Ég ræddi við hann um þetta í janúar. Hann hefur ekki spilað í langan tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns
433Sport
Í gær

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning
433Sport
Í gær

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
433Sport
Í gær

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum