fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Eiginmaðurinn var fíkill og hún var hjálparlaus: ,,Hann var ekki svona þegar við giftumst“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. mars 2019 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, kom sér í fréttirnar á dögunum en hann opnaði sig í sjónvarpsviðtali.

Þar sagðist Merson vera vafinn skuldum en hann er veðmálafíkill. Hann hefur glímt við þessa fíkn í mörg ár.

Merson var giftur Lorraine Costin í tíu ár en þau voru saman fyrir aldamót. Líf þeirra var ekki alltaf dans á rósum.

Merson eyddi sjö milljónum punda í veðmál, drykki og í spilavítum, eitthvað sem Lorraine komst ekki að fyrr en of seint.

Henni þykir enn vænt um fyrrum eiginmann sinn í dag og er reiðubúin að hjálpa honum ef þess þarf.

,,Ég vissi ekki hvar Mers væri staddur í lífinu en það er eitthvað dýpra sem hann þarf að takast á við,“ sagði Lorraine.

,,Ég myndi elska að fá mér sæti með honum og ræða málin því ég vil hjálpa honum.“

,,Við höfðum aldrei áhyggjur af peningamálum því hann borgaði sínar skuldir. Ef þú ert veðmálafíkill og færð 10 þúsund pund á viku þá ertu að fara eyða 10 þúsund pundum.“

,,Ég var ekki einu sinni reið þegar ég komst að því hversu miklu hann hafði eytt. Ég var bara hjálparlaus.“

,,Við giftumst þegar við vorum mjög ung, við eignuðumst börn og áttu gott líf saman vegna fótboltans.“

,,Það var þó alltaf ákveðið vandamál sem var í gangi á bakvið tjöldin. Það er erfitt að búa með einhverjum sem er fíkill, sérstaklega þegar ég var svona ung. Ég hafði ekki upplifað neitt sjálf.“

,,Hann var ekki svona þegar við giftumst. Þegar vandræðin byrjuðu þá hélt ég að ég gæti breytt honum. Ég blekkti sjálfa mig og hélt að ég væri sú sem myndi koma honum í lag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær ansi veglegan samning frá Netflix

Fær ansi veglegan samning frá Netflix
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ískaldar kveðjur á Andre Onana úr heimalandinu

Ískaldar kveðjur á Andre Onana úr heimalandinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi – Draumaland Arsenal og Amorim gæti fengið fólk til að brosa

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi – Draumaland Arsenal og Amorim gæti fengið fólk til að brosa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

David Beckham tjáir sig um Ruben Amorim og framtíð United

David Beckham tjáir sig um Ruben Amorim og framtíð United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Væri til í að þagga niður í Keane í eitt skipti – Hefur minnst á þetta sama færi í 22 ár

Væri til í að þagga niður í Keane í eitt skipti – Hefur minnst á þetta sama færi í 22 ár
433Sport
Í gær

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum
433Sport
Í gær

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram