fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Eiginmaðurinn var fíkill og hún var hjálparlaus: ,,Hann var ekki svona þegar við giftumst“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. mars 2019 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, kom sér í fréttirnar á dögunum en hann opnaði sig í sjónvarpsviðtali.

Þar sagðist Merson vera vafinn skuldum en hann er veðmálafíkill. Hann hefur glímt við þessa fíkn í mörg ár.

Merson var giftur Lorraine Costin í tíu ár en þau voru saman fyrir aldamót. Líf þeirra var ekki alltaf dans á rósum.

Merson eyddi sjö milljónum punda í veðmál, drykki og í spilavítum, eitthvað sem Lorraine komst ekki að fyrr en of seint.

Henni þykir enn vænt um fyrrum eiginmann sinn í dag og er reiðubúin að hjálpa honum ef þess þarf.

,,Ég vissi ekki hvar Mers væri staddur í lífinu en það er eitthvað dýpra sem hann þarf að takast á við,“ sagði Lorraine.

,,Ég myndi elska að fá mér sæti með honum og ræða málin því ég vil hjálpa honum.“

,,Við höfðum aldrei áhyggjur af peningamálum því hann borgaði sínar skuldir. Ef þú ert veðmálafíkill og færð 10 þúsund pund á viku þá ertu að fara eyða 10 þúsund pundum.“

,,Ég var ekki einu sinni reið þegar ég komst að því hversu miklu hann hafði eytt. Ég var bara hjálparlaus.“

,,Við giftumst þegar við vorum mjög ung, við eignuðumst börn og áttu gott líf saman vegna fótboltans.“

,,Það var þó alltaf ákveðið vandamál sem var í gangi á bakvið tjöldin. Það er erfitt að búa með einhverjum sem er fíkill, sérstaklega þegar ég var svona ung. Ég hafði ekki upplifað neitt sjálf.“

,,Hann var ekki svona þegar við giftumst. Þegar vandræðin byrjuðu þá hélt ég að ég gæti breytt honum. Ég blekkti sjálfa mig og hélt að ég væri sú sem myndi koma honum í lag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns
433Sport
Í gær

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning
433Sport
Í gær

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
433Sport
Í gær

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum