fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Ætlaði að drepa manninn sem skuldaði honum peninga: ,,Það munaði millisekúndum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. mars 2019 18:01

Van den Hauwe er hér til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pat van den Hauwe, fyrrum leikmaður Everton og Tottenham, átti farsælan feril sem knattspyrnumaður.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Wales hóf ferilinn með Birmingham en lék síðar með Everton og Tottenham við góðan orðstír.

Ferill varnarmannsins var á mikilli niðurleið árið 1993 er Ossie Ardiles, þáverandi stjóri Tottenham, reyndi ítrekað að koma honum burt frá félaginu.

Van den Hauwe samdi við Millwall í kjölfarið þar sem lítið gekk upp og lagði hann svo skóna á hilluna ekki löngu seinna.

Eftir ferilinn byrjaði Van den Hauwe að selja eiturlyf en hann var þá búsettur í Suður-Afríku.

Hann opnaði sig í viðtali við the Daily Mail í dag þar sem hann greinir frá því að hann hafi verið nálægt því að fremja morð stuttu eftir að skórnir fóru í hilluna.

,,Ég var næstum því búinn að skjóta mann. Vegna hrokans í honum og vegna þess að hann neitaði að borga mér peninginn sem ég hafði lánað honum,“ sagði Van den Hauwe.

,,Ég var að fá mér drykki með vinum mínum þegar hann mætti. Ég öskraði: ‘Hvenær ætlaru að borga mér? Það eru liðnir margir mánuðir.’

,,Hann svaraði: ‘Hvað ætlarðu að gera í því?’ – ég vissi að hann væri með svarta beltið í karate. Átti ég að sveifla höndunum í átt að honum?“

,,Ekki séns. Ég labbaði upp að honum og miðaði byssu að höfði hans. ‘Hvar eru peningarnir mínir?’

,,Ég þurfti ekki að taka fast í gikkinn. Ég hefði sprengt á honum hausinn. Ef ég hefði gert það þá væri ég enn í fangelsi.“

,,Ef eitthvað hefði gerst á þessari stundu eða ef hann hefði reynt að ráðast á mig þá hefði ég skotið hann. Það munaði millisekúndum. Þetta breytti lífi mínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær ansi veglegan samning frá Netflix

Fær ansi veglegan samning frá Netflix
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ískaldar kveðjur á Andre Onana úr heimalandinu

Ískaldar kveðjur á Andre Onana úr heimalandinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi – Draumaland Arsenal og Amorim gæti fengið fólk til að brosa

Ofurtölvan stokkar spilin eftir áhugaverða helgi – Draumaland Arsenal og Amorim gæti fengið fólk til að brosa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

David Beckham tjáir sig um Ruben Amorim og framtíð United

David Beckham tjáir sig um Ruben Amorim og framtíð United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Væri til í að þagga niður í Keane í eitt skipti – Hefur minnst á þetta sama færi í 22 ár

Væri til í að þagga niður í Keane í eitt skipti – Hefur minnst á þetta sama færi í 22 ár
433Sport
Í gær

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum
433Sport
Í gær

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram