fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

PSG setur stjörnu liðsins í bann fyrir fyllerí

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. mars 2019 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PSG hefur ákveðið að setja Adrien Rabiot, miðjumann félagsins í tímabundið leyfi frá störfum. Ástæðan er fyllerí sem hann skellti sér á.

PSG tapaði 3-1 gegn United á heimavelli sínum í Frakklandi í síðustu viku gegn Manchester United, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0 úti.

Það var Marcus Rashford sem tryggði United áfram en hann skoraði úr vítaspyrnu á 94. mínútu leiksins.

Adrien Rabiot, leikmaður PSG, var ekki með liðinu í gær en hann fær ekkert að spila þessa dagana. Þessi 23 ára gamli leikmaður horfði þó á PSG tapa leiknum og var ekki lengi að reyna að gleyma því tapi.

Rabiot er á förum frá PSG í sumar en hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Myndband og myndir birtust af Rabiot í síðustu viku þar sem má sjá hann skemmta sér á næturklúbbi í París beint eftir leik.

Miðað við fregnir þá var Rabiot í annarlegu ástandi og hafði fengið sér þónokkra drykki.

,,Honum er drullu sama,“ skrifar einn aðdáandi PSG á Instagram síðu Isaac Hadded sem birti myndbandið.



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG
433Sport
Í gær

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana
433Sport
Í gær

Líklega að kveðja City og mun semja við Tottenham

Líklega að kveðja City og mun semja við Tottenham