fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Dómari káfaði á pung og rassi: ,,Hann bað mig um að stunda kynflíf með sér“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oscar Ruiz, fyrrum knattspyrnudómari  frá Kólumbíu er sakaður um að hafa beðið um kynlíf frá öðrum dómurum. Gegn því að fá kynlíf ætlaði Ruiz sem var fremsti dómari landsins að hjálpa minni spámönnum að klifra upp metorðastigann.

Ruiz er 49 ára gamall en hann dæmdi á Heimsmeistaramótinu árið 2002, 2006 og 2010.

Hann er hættur að dæma í dag en starfar á vegum FIFA og er eftirlitsmaður dómara.

Harold Perilla, Carlos Chavez og Julian Mejia sem allt eru dómarar segja sömu sögu, Ruiz vildi kynlíf til að hjálpa þeim að ná lengra.

,,Hann áreitti mig kynferðislega frá árinu 2007 og þangað til ég hætti að dæma,“ sagði Perilla um samskipti sín við Ruiz.

,,Hann bað mig um að stunda kynflíf með sér til að ná langt sem dómari, að ég vissi hvað ég þyrfti að gera.“

,,Það voru mörg skiptin sem hann áreitti mig, það erfiðasta var á undirbúnngstímabili þegar hann káfaði á pungnum mínum og rassi. Ég stoppaði hann og það kom mér í vandræði.“

Perilla heldur því fram að sumir dómarar hafi stundað kynlíf með Ruiz og þannig fengið betri verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir