Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í gær er lið Juventus mætti Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu.
Atletico var með 2-0 forystu fyrir seinni leikinn en Juventus svaraði fyrir sig og vann góðan 2-0 heimasigur.
Ronaldo var allt í öllu fyrir heimamenn í gær og gerði öll þrjú mörk liðsins sem fer áfram í 8-liða úrslitin.
Fjölskylda Ronaldo var mætt á völlinn í gær og þar á meðal sonur hans, Cristiano yngri.
Hann var gríðarlega stoltur af pabba sínum eftir þriðja mark hans í gær og fagnaði mikið í stúkunni.
Georgina Rodriguez, unnusta Ronaldo var mætt á völlinn og grét eftir hetjudáð unnusta síns. Georgina gat ekki haldið aftur af sér í stúkunni eftir afrek hans.
Myndir af því eru hér að neðan.