Það átti sér stað hræðilegt atvik í háskóla fótboltanum í Bandaríkjunum um helgina þegar leikiið var á velli Clarksville High School, í Arkansas.
Leikurinn var í fullu fjöri þegar flóðljós féll til jarðar af miklum krafti.
Um var að ræða leik Mena og Dardenelle High School en boltinn var við enda vallarins þegar ljósið féll til jarðar.
Aðstoðardómari leiksins fór verst út úr þessu og fótbrotnaði og þá slasaðist einn leikmaður en ekki alvarlega.
Mikil heppni er að enginn hafi slasast lífshættulega en eins og myndbandið sannar mátti litlu muna.