fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Ronaldo ætlar aldrei að fá skalla: Þetta er ástæðan

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er að opna stofu í Madríd sem mun sjá um hárígræðslu, þar mun Georgina Rodriguez, unnusta hans stjórna hlutunum.

Verið er að opna mistöð sem á að vera á heimsvísu þegar kemur að því að græða hár á haus á fólki.

Fyrirtækið Insparya Group er að opna þessa stofu en Ronaldo kom að því að stofna það fyrirtæki.

Ronaldo hefur sett eina milljón evra inn í þetta verkefni og mun setja 25 milljónir evra inn á næstu fjórum árum.

,,Fyrir utan fótbolta, þá hef ég áhuga á heilsu og tækni. Ég vildi opna fyrstu stofuna í Madríd, þar sem ég bjó í nokkur ár,“ sagði Ronaldo sem flutti frá Madríd til Ítalíu, síðasta sumar.

Meðferðirnar í Madríd munu kosta sitt en byrjunarverð á hárígræðslu verður 4 þúsund evrur, rúmar 500 þúsund krónur.

Ronaldo viðurkennir það að hann muni sjálfur nýta sér hárígræðslu þegar það fer að þynnast á honum hárið. Ástæðan er einföld.

,,Þegar ég tel það nauðsynlegt þá mun ég nýta mér þetta, ímyndin er mikilvæg þegar þú ætlar að ná árangri. Hárið er mikilvægur hluti af minni ímynd,“ sagði Ronaldo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG
433Sport
Í gær

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana
433Sport
Í gær

Líklega að kveðja City og mun semja við Tottenham

Líklega að kveðja City og mun semja við Tottenham