Cristiano Ronaldo er að opna stofu í Madríd sem mun sjá um hárígræðslu, þar mun Georgina Rodriguez, unnusta hans stjórna hlutunum.
Verið er að opna mistöð sem á að vera á heimsvísu þegar kemur að því að græða hár á haus á fólki.
Fyrirtækið Insparya Group er að opna þessa stofu en Ronaldo kom að því að stofna það fyrirtæki.
Ronaldo hefur sett eina milljón evra inn í þetta verkefni og mun setja 25 milljónir evra inn á næstu fjórum árum.
,,Fyrir utan fótbolta, þá hef ég áhuga á heilsu og tækni. Ég vildi opna fyrstu stofuna í Madríd, þar sem ég bjó í nokkur ár,“ sagði Ronaldo sem flutti frá Madríd til Ítalíu, síðasta sumar.
Meðferðirnar í Madríd munu kosta sitt en byrjunarverð á hárígræðslu verður 4 þúsund evrur, rúmar 500 þúsund krónur.
Ronaldo viðurkennir það að hann muni sjálfur nýta sér hárígræðslu þegar það fer að þynnast á honum hárið. Ástæðan er einföld.
,,Þegar ég tel það nauðsynlegt þá mun ég nýta mér þetta, ímyndin er mikilvæg þegar þú ætlar að ná árangri. Hárið er mikilvægur hluti af minni ímynd,“ sagði Ronaldo.