Loris Karius, markvörður Liverpool á Englandi, hefur undanfarna mánuði spilað með Besiktas í Tyrklandi.
Karius skrifaði undir samning við Besiktas í sumar en hann gerði lánssamning til tveggja ára.
Samkvæmt fregnum í Þýskalandi þá er Karius nú að kæra Besiktas en hann hefur ekkert fengið borgað í fjóra mánuði.
Þessi 25 ára gamli leikmaður sendi inn kvörtun til FIFA í síðasta mánuði en hann á inni eina milljón punda frá félaginu.
Bild greinir nú frá því að Karius ætli að ræða við lögfræðinga og mun fara fram á að félagið borgi sér þessi ógreiddu laun.
Það er því útlit fyrir að Karius eigi enga framtíð fyrir sér í Tyrklandi en frammistaða hans hefur einnig verið fyrir neðan væntingar.
Hann var aðalmarkvörður Liverpool á síðustu leiktíð en mátti fara eftir komu Alisson Becker frá Roma.
Það er þekkt að félög í Tyrklandi eigi ekki efni á að borga laun og má nefna varnarmanninn Pepe sem yfirgaf sama félag í fyrra af þeirri ástæðu.