fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Hefur ekki fengið borgað í marga mánuði – Leggur fram kæru

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 07:00

Karius er töffari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loris Karius, markvörður Liverpool á Englandi, hefur undanfarna mánuði spilað með Besiktas í Tyrklandi.

Karius skrifaði undir samning við Besiktas í sumar en hann gerði lánssamning til tveggja ára.

Samkvæmt fregnum í Þýskalandi þá er Karius nú að kæra Besiktas en hann hefur ekkert fengið borgað í fjóra mánuði.

Þessi 25 ára gamli leikmaður sendi inn kvörtun til FIFA í síðasta mánuði en hann á inni eina milljón punda frá félaginu.

Bild greinir nú frá því að Karius ætli að ræða við lögfræðinga og mun fara fram á að félagið borgi sér þessi ógreiddu laun.

Það er því útlit fyrir að Karius eigi enga framtíð fyrir sér í Tyrklandi en frammistaða hans hefur einnig verið fyrir neðan væntingar.

Hann var aðalmarkvörður Liverpool á síðustu leiktíð en mátti fara eftir komu Alisson Becker frá Roma.

Það er þekkt að félög í Tyrklandi eigi ekki efni á að borga laun og má nefna varnarmanninn Pepe sem yfirgaf sama félag í fyrra af þeirri ástæðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð