fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Er betra fyrir Liverpool að tapa í kvöld? – Klopp lét í sér heyra og hjólaði í menn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rosalegur leikur í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar Liverpool heimsækir FC Bayern í Meistaradeld Evrópu. Um er að ræða síðari leik liðanna í 16 liða úrslitum.

Fyrri leiknum á Anfield lauk með markalausu jafntefli og því er allt opið fyrir einvígið í kvöld.

Bayern er erfitt heim að sækja en Liverpool tapar ekki oft og því er erfitt að lesa í leikinn.

Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool er tæpur en vonast er til að hann geti tekið þátt í leiknum.

Gary Neville og fleri sérfræðingar hafa sagt að það væri gott fyrir Liverpool að tapa í kvöld og detta úr leik. Ástæðan sem þeir gefa sér að það gefi Liverpool meiri möguleika á að vinna ensku úrvalsdeildina.

,,Það er svo rosalega einfallt að sitja í myndveri og segja svona hluti, allir þessir sérfræðingar koma frá Manchester United,“ sagði Klopp þegar hann var spurður um málið og var lítið skemmt.

Klopp sagði vera ástæðu fyrir því að Neville og félagar væru í sjónvarpi en ekki að þjálfa.

,,Er það sem sagt þannig að það sé best að detta úr öllum bikarkeppnum strax? Þú gerir það og þá verða sömu menn brjálaðir.“

,,Við erum að nálgast seinni stigin í þessari keppni og á maður þá að fara að detta út án þess að reyna? Það er bara della, þetta er ein af ástæðum þess að þessir menn hafa ekki starf.“

,,Það er allt öðruvísi að stýra hlutum og tala um þá, þetta hefur gefið okkur peninga til að bæta okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð