Senol Gunes, þjálfari Besiktas skilur ekki hvað er að Loris Karius, markverði félagsins sem er í láni frá Liverpool.
Karius gerði hræðileg mistök með Liverpool fyrir tæpu ári í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann hefur síðan þá verið í vandræðum.
Jurgen Klopp fékk nóg af mistökum Karius og keypti Allisson Becker til félagsins. Karius þurfti því að finna sér nýtt félag.
,,Karius hefur verið í vandræðum, það er eitthvað að hjá honum, það vantar allan kraft og vilja í leiki,“ sagði Gunes, þjálfari Besiktas.
,,Hann hefur verið svona frá því að hann kom hingað, hann finnur sig ekki í liðinu. Við höfum ekki fundið út hvað það er, ég þarf að taka ábyrgð líka.“
,,Það er eitthvað að, hann hefur líka verið óheppin. Hann hefur hæfileika en þetta hefur ekki gengið upp, þetta er vandamál. Ef Tolga væri heill heilsu þá væri hann í markinu.“