Josh Yorwerth, var rekinn úr starfi sínu í í síðasta mánuði eftir að hafa fallið á lyfjaprófi, hann hafði verið að nota kókaín í miklum mæli.
Yorwerth var leikmaður Peterbrough á Englandi en hann hafði á síðustu árum orðið háður kókaíni og drukkið mikið af áfengi. Lyfjaeftirlitið bankaði á dyrnar á heimili Josh Yorwerth sem fór til dyra, hann skellti hurðinni á fólkið sem vildi ræða við hann.
Enska knattspyrnusambandið tók upp málið og var Yorwerth kallaður í yfirheyrslu, þar sem hann þurfti að svara til saka.
,,Ég fór fyrir nefnd á Wembley og segja mína sögu af þessu kvöldi, þegar fólkið kom með lyfjaprófið heim til mín,“ sagði Yorwerth
Yorwerth var þó ekki í góðu ástandi þegar hann svaraði til saka. ,,Ég hafði sofið í eina klukkustund, það var sterk áfengislykt af mér og ég hafði notað kókaín kvöldið áður.“
Yorwerth fékk fjögurra ára bann en dómur var kveðinn upp á 24 ára afmælisdegi hans. ,,Ég sat þarna og leið illa, ég hugsaði með mér að ég þyrfti á hjálp að halda.“