Ólátabelgurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn, Mido fór að gera vel við sig í mat og drykk eftir að knattspyrnuferli hans lauk árið 2013. Mido fór að bæta hratt á sig kílóum en hann er frá Egyptalandi.
Mido heitir fullur nafni Ahmed Hossam Hussein Abdelhamid en hann lék fyrir Tottenham, Ajax, Roma og fleiri lið á farsælum ferli.
Það var í mars í fyrra sem mynd af Mido birtist á bát með vinum sínum, talsvert grín var gert að Mido fyrir vaxtarlag sitt á veraldarvefnum. Hann tók það inn á sig og ákvað að gera eitthvað í málunum.
Nú ári síðar hefur Mido missti 50 kíló en hann starfar sem þjálfari hjá Al Wehda í Sádí Arabíu.
,,Að fara á botninn sem stjarna í Egyptalandi og vera í sínu fyrsta starfi sem þjálfari var erfitt en hann breytti um lífstíl og setti allt á fullt,“ sagði Aly Mazhar þjálfari Mido.
,,Hann setti sér markmið, var með plan og árangurinn hefur verið eftir því.“
Mido var oft til vandræða á ferli sínum en hann hefur nú komið sér í betra form og er hvergi nærri hættur.