fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Lét eins og fífl og ýtti í leikmann United: ,,Ég skammast mín svo mikið“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Cooper, stuðningsmaður Arsenal á Englandi, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni um helgina.

Cooper hljóp inná völlinn í 2-0 sigri Arsenal á Manchester United um helgina en hann ýtti í Chris Smalling varnarmann gestanna áður en hann reyndi að fagna með leikmönnum heimaliðsins.

Cooper segist skammast sín verulega eftir þessa hegðun en hann er ekki vanur að láta tilfinningarnar taka yfir.

,,Ég skammast mín svo mikið, ég hef brugðist sjálfum mér og fjölskyldu minni,“ sagði Cooper.

,,Það sem gerðist var ekki líkt mér. Ég er enn í sjokki og mér líður ömurlega.“

,,Ég vil biðja Chris Smalling, Manchester United og Arsenal afsökunar. Ég missti mig í gleðinni og lét eins og fífl með því að hlaupa inn á völlinn.“

,,Ég ætlaði aldrei að fara að Chris Smalling. Hann var þarna þegar ég ætlaði að fagna með leikmönnum Arsenal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim
433Sport
Í gær

Carragher vonar að Isak mæti ekki í sumar

Carragher vonar að Isak mæti ekki í sumar
433Sport
Í gær

Margir steinhissa eftir ummæli stjórnmálakonunnar – Bjóst við því að hann væri frá Bandaríkjunum

Margir steinhissa eftir ummæli stjórnmálakonunnar – Bjóst við því að hann væri frá Bandaríkjunum