Kristjana Arnarsdóttir, íþróttarfréttakona á RÚV og spyrill í Gettu Betur segir frá lífsreynslu á Twitter, sem hún gleymir aldrei.
Kristjana var afar liðtæk knattspyrnukona en hún lagði skóna á hilluna frægu árið 2014. Kristjana lék lengst af með Breiðabliki en þar gerðist atvik þegar hún var ung að árum.
Kristjana var fenginn til að dæma leik hjá yngri krökkum en mistök að mati þjálfara á hliðarlínunni urðu til þess að Kristjana dæmdi aldrei aftur.
,,Þegar ég var í 4. eða 5. flokki var ég dómari á einhverju innanhúsdúllumóti. Ég dæmdi aukaspyrnu,“ skrifaði Kristjana á Twitter sem fékk yfir sig gusuna í kjölfarið.
,,Við það sturlaðist annar þjálfarinn og hraunaði yfir mig með þeim afleiðingum að ég dæmdi aldrei aftur leik,“ skrifaði Kristjana og bætti við. ,,Þessi þjálfari er enn að störfum og ég gleymi þessu aldrei.“
Kristjana bæti við í annari færslu að þetta hafi verið lítið tilefni til þess að æsa sig ,,Þess má geta að þetta var aukaspyrna“
Þegar ég var í 4. eða 5. flokki var ég dómari á einhverju innanhúsdúllumóti. Ég dæmdi aukaspyrnu. Við það sturlaðist annar þjálfarinn og hraunaði yfir mig með þeim afleiðingum að ég dæmdi aldrei aftur leik. Þessi þjálfari er enn að störfum og ég gleymi þessu aldrei.
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) March 12, 2019