Zinedine Zidane hefur verið ráðinn þjálfari Real Madrid á Spáni í annað sinn en þetta var staðfest í gær.
Zidane yfirgaf lið Real óvænt eftir síðustu leiktíð en sú ákvörðun var algjörlega hans eigin. Frakkinn vann þrjá Meistaradeildartitla á Santiago Bernabeu áður en hann ákvað að stíga til hliðar.
Julen Lopetegui tók við í sumar og hann var svo rekinn áður en Santiago Solari þurfti að stíga inn í.
Gengi Real hefur verið hörmulegt á tímabilinu og er Zidane fenginn inn til að koma hlutunum í lag.
Spænskir miðlar segja að Zidane muni fá 300 milljónir punda í leikmannakaup í sumar, hann getur því verslað mikið.
Endurkoma Zidane var kynnt í gær þar sem hann ræddi við fréttamenn en klæðnaður hans þar hefur vakið mikla athygli. Þá sérstaklega gallabuxurnar sem hann hafði brett hressilega upp á. Þá vakti það athygli að Zidane virðist ekki hafa verið í sokkum.
Stuðningsmenn Real Madrid tóku vel eftir þessu og margir hafa tjáð sig um málið. ,,Þú skemmdir orðspor þitt með einu pari af gallabuxum.“
Buxurnar og umræðuna um þær má sjá hér að neðan.