fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Fast skotið á klæðnað Zidane: ,,Þú skemmdir orðspor þitt með einu pari af gallabuxum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zinedine Zidane hefur verið ráðinn þjálfari Real Madrid á Spáni í annað sinn en þetta var staðfest í gær.

Zidane yfirgaf lið Real óvænt eftir síðustu leiktíð en sú ákvörðun var algjörlega hans eigin. Frakkinn vann þrjá Meistaradeildartitla á Santiago Bernabeu áður en hann ákvað að stíga til hliðar.

Julen Lopetegui tók við í sumar og hann var svo rekinn áður en Santiago Solari þurfti að stíga inn í.

Gengi Real hefur verið hörmulegt á tímabilinu og er Zidane fenginn inn til að koma hlutunum í lag.

Spænskir miðlar segja að Zidane muni fá 300 milljónir punda í leikmannakaup í sumar, hann getur því verslað mikið.

Endurkoma Zidane var kynnt í gær þar sem hann ræddi við fréttamenn en klæðnaður hans þar hefur vakið mikla athygli. Þá sérstaklega gallabuxurnar sem hann hafði brett hressilega upp á. Þá vakti það athygli að Zidane virðist ekki hafa verið í sokkum.

Stuðningsmenn Real Madrid tóku vel eftir þessu og margir hafa tjáð sig um málið. ,,Þú skemmdir orðspor þitt með einu pari af gallabuxum.“

Buxurnar og umræðuna um þær má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim
433Sport
Í gær

Carragher vonar að Isak mæti ekki í sumar

Carragher vonar að Isak mæti ekki í sumar
433Sport
Í gær

Margir steinhissa eftir ummæli stjórnmálakonunnar – Bjóst við því að hann væri frá Bandaríkjunum

Margir steinhissa eftir ummæli stjórnmálakonunnar – Bjóst við því að hann væri frá Bandaríkjunum