Radamel Falcao, framherji Monacon, veit hvað hann ætlar að gera er knattspyrnuskórnir fara í hilluna.
Falcao ætlar að gera það sama og körfuboltahetjan Michael Jordan sem reyndi fyrir sér í hafnabolta er ferlinum lauk í körfubolta.
Falcao er 33 ára gamall í dag og hefur mikinn áhuga á að gera það sama og Jordan.
,,Ég elska hafnabolta. Þegar ég var ungur í Venezuela þá var íþróttin spiluð, í háum gæðaflokki,“ sagði Falcao.
,,Ég ræði þetta oft við eiginkonu mína. Þegar knattspyrnuferillinn klárast þá tekur annar við sem atvinnumaður í hafnabolta.“
,,Eins og Jordan, jafnvel þó að hann hafi verið körfuboltamaður og komst ekki í hæsta gæðaflokk. Ég vil vera sá fyrsti til að ná því.“