Zinedine Zidane hefur verið ráðinn stjóri Real Madrid á Spáni í annað sinn en þetta var staðfest í dag.
Zidane yfirgaf lið Real óvænt eftir síðustu leiktíð en sú ákvörðun var algjörlega hans eigin.
Frakkinn vann tvo Meistaradeildartitla á Santiago Bernabeu áður en hann ákvað að stíga til hliðar.
Julen Lopetegui tók við í sumar og hann var svo rekinn áður en Santiago Solari þurfti að stíga inn í.
Gengi Real hefur verið hörmulegt á tímabilinu og er Zidane fenginn inn til að koma hlutunum í lag.
Hann er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins enda var Zidane frábær leikmaður fyrir félagið á sínum tíma.