Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði geggjað mark fyrir lið gær í dag sem mætti Fano á Ítaliu. Ravenna leikur í þriðju efstu deild á Ítalíu en Sveinn er þar í láni frá Spezia sem leikur í næst efstu deild.
Hann skoraði sitt fyrsta mark á Ítalíu í gær er Ravenna vann sannfærandi 3-0 sigur á Fano. Sveinn kom inná sem varamaður og skoraði með frábærri klippu eftir hornspyrnu.
Magnað mark hjá framherjanum sem yfirgaf Breiðablik á síðasta ári og samdi við Spezia og síðar Ravenna.
Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen var mættur í stúkuna að horfa á elsta strákinn sinn en Andri Lucas og Daníel, yngri bræður Sveins spila fyrir Real Madrid.
,,Sá Svein skora fyrsta markið sitt á Ítalíu í dag og það var ekki slæmt,“ sagði Eiður Smári á Instagram og deildi myndbandi af markinu.
Eiður Smári var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðs Íslands.