Stuðningsmenn Marseille eru ekki hrifnir af liði Paris Saint-Germain en það er mikill rígur á milli liðanna.
PSG er almennt ekki vinsælt félag í Frakklandi enda til mun meiri peningar þar en hjá öðrum félögum.
Marseille spilaði gegn Nice í deildinni í gær og mætti hópur stuðningsmanna með athyglisverðan borða.
Þar óskuðu þeir Manchester United til hamingju eftir 3-1 sigur liðsins á PSG í Meistaradeildinni í vikunni.
,,1-3 í rassgatið á ykkur QSG. Til hamingju United!“ stóð á borðanum en þeir tala um PSG sem Qatar Saint-Germain.
Qatar Sport Investments keypti PSG árið 2011 og hefur stjórnarformaðurinn Nasser Al-Khelaifi dælt mikið af peningum í félagið.