Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, neitar því að hann sé í sambandi með fyrirsætunni Alba Carrillo.
Courtois og Alba þekkjast ágætlega og hafa verið í sambandi undanfarna mánuði en Belginn segir að það sé ekkert rómantískt þeirra á milli.
,,Við erum ekki í sambandi og við verðum það aldrei!“ sagði Courtois er hann var spurður út í málið.
Cartillo sá þessi ummæli markmannsins og var ekki lengi að svara fyrir sig á Instagram síðu sinni þar sem hún er með 430 þúsund fylgjendur.
Miðað við orð Carrillo þá er Courtois að fela samband þeirra en hún ætlar nú að draga sig í hlé.
,,Ég ætla að taka mér frí í dágóðan tíma því það sem þú hefur gert við mig minnir á fjöldamorð,“ sagði Carrillo.
,,Hættu að stíga á aðra og passaðu að banka á réttu dyrnar. Ekki kenna konu um það að þú sért að spila illa.“
Courtois hefur legið undir mikilli gagnrýni á tímabilinu en frammistaða hans hefur ekki þótt vera góð.