Það var stuð og stemming í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Arsenal vann góðan sigur á Manchester United í stórleik helgarinnar.
Topplið, Manchester City vann góðan sigur á Watford þar sem Raheem Sterling var í stuði. Liverpool heldur pressu á City en liðið vann sigur á Burnley þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrir gestina.
Chelsea missteig sig á heimavelli gegn Wolves og Southampton vann sigur á Tottenham.
Þá var Aron Einar Gunnarsson í byrjunarliði Cardiff sem vann sigur á West Ham.
Það eru átta umferðir eftir í deildinni en Liverpool og Manchester City berjast um sigur í deildnni. Liverpool hefur bætt sig mikið á milli tímabili en City hefur gefið eftir.
Arsenal hefur einnig bætt gengi sitt mikið og sömu sögu er að segja af West Ham.
Manchester United var með fleir stig á sama tíma í fyrra en Burnley og Huddersfield hafa misst flugið.
Tölfræði um stöðu liðanna eftir 30 umferðir í ár og í fyrra er hér að neðan.