Fred, leikmaður Manchester United, er með viðurnefni fyrir stjóra liðsins, Ole Gunnar Solskjær.
Fred spilaði nokkuð vel á miðvikudaginn er United vann 3-1 sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni.
Fred hefur annars upplifað erfiða tíma á Old Trafford en ‘prófessor Ole’ hefur hjálpað honum.
,,Auðvitað hafa hlutirnir verið erfiðir fyrir mig. Ég hef verið inn og út úr liðinu og það pirrar mig,“ sagði Fred.
,,Ég hef aldrei látið það hafa neikvæð áhrif á mig og ég missti aldrei hausinn. Ég hef lagt hart að mér á æfingum og ég vissi að minn tími myndi koma.“
,,Miðvikudagskvöldið var mjög mikilvægt fyrir mig að vera upp á mitt besta fyrir prófessor Ole.“
,,Michael Carrick og þjálfarateymið hafa talað mikið við mig og hafa hjálpað mér að undirbúa mig fyrir þetta.“